Blue North Music Festival

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Ungir blúsarar óskast

Blúshátíðin í Ólafsfirði auglýsir eftir ungum og efnilegum tónlistarmönnum af starfssvæði Meningarráðs Eyþings, til að spila á BlueNorthMusic festival í Ólafsfirði laugardaginn 28. júní nk.

Um er að ræða tónleika sem haldnir verða úti við menningarhúsið Tjarnarborg í tengslum við útimarkað og skemmtun á hátíðinni. Laun og ferðakostnaður verður greiddur. Áhugaverðasta bandið getur svo fengið tækifæri á að koma fram á lokakvöldi blúshátíðarinnar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. 

Til greina kemur að ráð allt að fjórar hljómsveitir og skiptir stærð og samsetning ekki máli, allt kemur til greina (líka einstaklingar). Við munum svo bjóða upp á atvinnumann í tónlist til að spila af fingrum fram með viðkomandi.

Einnig er hafin skráning borða á útimarkaðinn sjálfan.

Nánari upplýsingar og umsóknir hjá Gísla Rúnari í síma 863-4369 eða á gislirunar4@gmail.com

Verkefnið er styrk af Menningarráði Eyþings 

Jassklúbbur Ólafsfjarðar – Blúsaður klúbburMynd augnabliksins

stortonleikar_i_tjarnarborg_h_mg_0826.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn