Blue North Music Festival

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Marel Blues Project

Margir íslendingar þekkja fyrirtækið "Marel" og hefur Blúsinn þar lengi verið samtvinnaður kúltúr Marel. Að loknum stefnumótunarfundi árið 2006 ákváðu nokkrir samstarfsfélagar að efna til blúshátíðar. Blúshljómsveit var formlega sett á laggirnar undir nafninu Marel Blues Project og var hún skipuð tveimur gítarleikurum, bassaleikara og trommuleikara. Innan skamms sýndu aðrir tónlistarmenn áhuga og vildu vera með. Fyrsta Blúskvöld Marel varð að veruleika þar sem Marel fólk spilaði og söng fyrir Marel áhorfendur.Fyrsta blúshátíðin gekk mjög vel og er fyrir löngu orðin árlegur starfsmannaviðburður og mikilvægur hlekkur í starfi starfsmannafélagsins.
Marel Blues Project kom fram á Blúshátíðinni í Reykjavík með Andreu Gylfa og gáfu Marel menn blúsdrottningunni ekkert eftir. Hljómsveitin á Blue North Music Festival verður skipuð eftirfarandi aðilum:
Brynjar Már Karlsson, bassi
Haraldur Gunnlaugsson, gítar
Haukur Hafsteinsson, trommur
Jóhann Jón Ísleifsson, gítar
Sveinn Ingi Reynisson, hljómborð
Sigurður Perez Jónsson, saxófónn
Einir Guðlaugsson, söngur
Hallgrímur Björgólfsson, söngur
Rakel María Axelsdóttir, söngur

Svo er aldrei að vita nema blúskóngurinn sjálfur, Halldór Bragason taki með þeim lagið.

Texti er að stórum hluta fenginn af Facebook síðu Marel Blues Project.

Hér má sjá myndband með sveitinni:
http://www.youtube.com/watch?v=hJ7_pnQYz9E&feature=colike


Mynd augnabliksins

stortonleikar_i_tjarnarborg_h_mg_1013_1.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn