Blue North Music Festival

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Friðrik Ómar og Elvis lögin

Mynd af heimasíðu Friðriks, www.fridrikomar.com
Mynd af heimasíðu Friðriks, www.fridrikomar.com
Friðrik Ómar söngvari og hljómsveit hans munu stíga á stokk á laugardaginn í Tjarnarborg og flytja dagskrá með lögum Elvis Presley sem gekk meðal annars fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi árið 2010.
Friðrik kom fyrst fram með tónleikana fyrir fullu húsi á opnunarkvöldi Blúshátíðarinnar í Ólafsfirði í júní 2005.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Alls hafa Friðrik og félagar haldið 17 Elvis tónleika á sl. árum við miklar vinsældir. Hljómsveitina skipa:
Þórir Baldursson píanó,
Róbert Þórhallsson bassi,
Guðmundur Pétursson gítar,
Jóhann Hjörleifsson trommur,
Einar Þór Jóhannson kassagítar og raddir,
Pétur Örn Guðmundsson raddir og
Heiða Ólafsdóttir raddir.

Forsala á tónleikana er í Sparisjóði Ólafsfjarðar

Þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu og komast ekki á tónleikana á laugardaginn geta glaðst, því tónleikar verða haldnir í kvöld á (miðvikudag) á CAFÉ RÓSENBERG við Klapparstíg í Reykjavík.


35 ÁR SÍÐAN ELVIS PRESLEY LÉST

Þann 16. ágúst nk. eru 35 ár síðan Elvis Presley lést á heimili sínu Graceland í Memphis.
Hann fæddist í 8. janúar árið 1935 og var því aðeins 42 ára þegar hann lést árið 1977.
Eftir hann liggja 192 plötur og 31. lag sem komst á topp vinsældarlistans í Bandaríkjunum.

Elvis hefur selt plötur í yfir billjón eintökum út um allann heim og sér engan enda á vinsældum hans. Í tilefni af dánarafmælinu verður hans minnst um allan heim með tónleikahaldi og öðrum uppákomum.


27/6: CAFÉ RÓSENBERG við Klapparstíg í Reykjavík

30/6: MENNINGARHÚSIÐ TJARNARBORG í Ólafsfirði.


Mynd augnabliksins

stortonleikar_i_tjarnarborg_h_mg_1038.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn