Blue North Music Festival

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Blússveit Ţollýar á föstudagskvöldinu í Tjarnarborg

Búið er að ganga frá samkomulagi við Blússveit Þollýar um tónleika föstudagskvöldið 28. júní í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Blússveit Þollýjar hefur starfað um árabil og spilar kröftugan og á köflum rokkaðan blús. Blússveitin hefur spilað á ýmsum blúshátíðum eins og Blúshátíð í Reykjavík, Norden blúshátíðinni á Hvolsvelli og Hellu, Norðurljósablúshátíðinni á Höfn í Hornafirði og Djass og blúshátíð Kópavogs. Einnig má nefna Blúshátíð Bjögga Gísla og Iceland Airwaves 2012.

Sveitin hefur spilað reglulega á stöðum eins og Café Rósenberg, Café Rót og tekið þátt í ýmsum tónleikum og tónlistaruppákomum af ýmsu tagi. Fyrsta breiðskífa Blússveitarinnar, My dying bed, kom út fyrir rúmu ári síðan og hlaut frábærar viðtökur og góðar umsagnir. Fyrsta upplagið seldist fljótlega upp en nýtt upplag er væntanlegt alveg á næstunni.
Blússveitina skipa:
Þollý Rósmunds söngurMagnús Axel Hansen gítarJonni Richter bassiSigfús Örn Óttarsson / Benjamín Ingi Böðvarsson trommur

Facabook síða sveitarinnar:
http://www.facebook.com/profile.php?id=100001749941641&sk=wall

Hér má hlusta á titillag plötunnar, My dying bed:
https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=uxp_ZbfGkacMynd augnabliksins

stortonleikar_i_tjarnarborg_h_mg_1013_1.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn