Blue North Music Festival

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Björn Thoroddsen á blúshátíð

Björn Thoroddsen gítarleikari er af mörgum talinn einn af betri gítarleikurum samtímans. Hann gaf nýlega út disk sem hann kallar Bjössi Thor og bítlarnir þar sem hann flytur bítlalögin, aleinn og óstuddur. Diskurinn hefur fengið lof gagnrýnenda jafnt innanlands sem og erlendis.
Á tónleikunum flytur Bjössi bítlalögin í bland við annað efni. Tónleikar Bjössa eru upplifun, hann  hleypur á milli stíla og eiga tónleikagestir von á að heyra lög jafnt úr smiðju  Bítlanna AC/DC, Police, Who og  Ellington svo eitthvað sé nefnt og ekki skemma kómískar sögur Bjössa á tónleikunum fyrir.
Á síðustu misserum hefur Bjössi verið að koma sér inn í alþjóðlegu gítarhringiðuna með því að  stjórna og vera aðalnúmerið á gítarhátíðum m.a í Kanada og Bandaríkjunum.

Björn kemur fram laugardagskvöldið 28. júní í Tjarnarborg. 

 Hér má sjá myndbönd þar sem Bjössi sýnir snilli sína á gítarinn.


Mynd augnabliksins

stortonleikar_i_tjarnarborg_h_mg_0985.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn