Blue North Music Festival

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Velkomin(n)

Blue North Music Festival 26.-27. júní 2015

Velkomin á heimasíðu Jassklúbbs Ólafsfjarðar. Þessi síða er upplýsingasíða fyrir starfsemi klúbbsins. Stærsta verkefni klúbbsins er árleg Tónlistarhátíð í Ólafsfirði. Blús hefur alltaf verið í forgrunninn og er þetta elsta blúshátíðin á Íslandi og í ár verður blúshátíðin (eins og hún er alla jafna kölluð af heimamönnum) haldin í 16. skipti árið 2015.

Nýjustu fréttir

Dagskráin 2015

Nú er hægt að sjá dagsrkána 2015 með því að smella á hlekkin hér að ofan.

Dagskráin í heild sinni

Nú er dagskráin komin út í heild sinni undir Dagskrá 2014 hér að ofan. 

Ungir blúsarar óskast

Blúshátíðin í Ólafsfirði auglýsir eftir ungum og efnilegum tónlistarmönnum af starfssvæði Meningarráðs Eyþings, til að spila á BlueNorthMusic festival í Ólafsfirði laugardaginn 28. júní nk.

Um er að ræða tónleika sem haldnir verða úti við menningarhúsið Tjarnarborg í tengslum við útimarkað og skemmtun á hátíðinni. Laun og ferðakostnaður verður greiddur. Áhugaverðasta bandið getur svo fengið tækifæri á að koma fram á lokakvöldi blúshátíðarinnar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. 

Til greina kemur að ráð allt að fjórar hljómsveitir og skiptir stærð og samsetning ekki máli, allt kemur til greina (líka einstaklingar). Við munum svo bjóða upp á atvinnumann í tónlist til að spila af fingrum fram með viðkomandi.

Einnig er hafin skráning borða á útimarkaðinn sjálfan.

Nánari upplýsingar og umsóknir hjá Gísla Rúnari í síma 863-4369 eða á gislirunar4@gmail.com

Verkefnið er styrk af Menningarráði Eyþings 

Jassklúbbur Ólafsfjarðar – Blúsaður klúbbur


Julie Seiller á blúshátíð

Julie Seiller býður ykkur að ganga og syngja með henni út í náttúrunni. 

Látið vindinn, fuglana og hafið hafa áhrif á hvernig þið syngið.

Vinnustofur: 22-24. júní 2014 | kl.10:00 -12:00 eða 14:00-16:00

Julie Seiler mun vera með vinnustofu fyrir ungt fólk í Fjallabyggð.  Þátttakendur munu ganga með henni um umhverfi Fjallabyggðar.   Það munu verða skipulagðar mismunandi göngur:  Í hópum einsamall og 2 og 2.  Það sem kemur fram í þessum göngum mun verða efni til að skapa nýja söngva. Að ganga er góð leið til að kynnast líkamanum og önduninni.  Þátttakendur á aldrinum 14 til 20 ára (10-15 manns)

Þessir söngvar munu verða skrifaðir á íslensku og/ eða ensku eða eins og þátttakendum finnst best.

Henni finnst mikilvægt að þátttakendur noti sitt eigið tungumál.

Undirbúningur fyrir Sýningar: 25-26. júní 2014 | kl.14:00 -16:00

Sýningar: 28. júní 2014 | kl.13:00 úti á Menningarhúsinu Tjarnarborg

Hugmyndin um að ganga og syngja:

Hvers vegna sumt landslag er áhrifameira en annað?   Hvernig getur vindur, fuglar eða haf haft áhrif á hvernig sungið er?  Allar þessar spurningar eru viðfangefni verkefnisins.

Um  Julie Seiler (http://julieseiller.bandcamp.com/):

Julie Seiler er höfundur að  « sensorial » tónleikum sem heita « my best friend is my song » árið 2008. Hún vann í samstarfi við leikstjórann Benoit Gasier, í Rennes, Frakklandi og stofnaði A l’envers, leikhúsið árið 2009. Hún er vön göngu,  skrifum og að skapa ýmiskonar  hljóð verk.  Hún hefur ennfremur reynslu í að starfrækja vinnustofur fyrir leiklistarnema  í söng og leik á sensoriskan hátt.

Upplýsingar: Alice Liu 8449538 eða listhus@listhus.com
Magnús Ólafsson: maggi@fjallaskolar.is


Mynd augnabliksins

stortonleikar_i_tjarnarborg_h_mg_0932.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn